Rubio Monocoat Universal Maintenance Oil - Viðhaldsolía

Rubio Monocoat Universal Maintenance Oil - Viðhaldsolía

Almennt verð
5.590 kr
á afslætti
5.590 kr
Með vsk.

Rubio Monocoat Universal Maintenance Oil er viðhaldsolía til notkunar á öllum olíubornum yfirborðum. Frískar upp á viðinn og eykur vatns- og álagsþol. 

Ef áferðin af Rubio Monocoat olíunni er of mött fyrir þinn smekk, þá má bera viðhaldsolíuna yfir flötinn eftir 48 klukkutíma og ná þannig fram örlitlum gljáa. 

Gott er að nota viðhaldsolíuna annað slagið til að fríska upp á og viðhalda vörn yfirborða sem hafa verið meðhöndluð með Rubio Monocat olíu. 

Rubio Monocoat Universal Maintenance Oil fæst í þremur litum, Pure, Black og White. Litrnir henta best sem hér segir:

Black - yfir litina Charcoal og Chocolate

White - yfir litina Cotton White, White, Smoke og Super White

Pure - fyrir alla aðra liti

Olían er án allra eiturefna og eftir u.þ.b. 6-8 klst. er flöturinn tilbúinn til notkunar. Viðhaldsolían er fáanleg í 0,5L einingum og dugar það magn á ca. 45m².

Lesið upplýsingablað vandlega áður en efnið er notað.

Ef litur er farinn að dofna og ætlunin er að endurnýja hann þarf að nota RMC Oil Plus 2C í upprunalegum lit.